Sjálfstyrking
Sjálfstyrkingarnámskeiðin eru sérsniðin að einstaklingum og hópum.
Megináhersla þessa sjálfstyrkingarnámskeiðs er að styðja við sjálfsþekkingu og styrkja einstaklinginn í að vita hver hann er og hvert hann vill fara. Unnið er með lífsgildi og styrkleika þar sem einstaklingurinn finnur þau og öðlast þannig sterkari sjálfsmynd. Með þessu verður leiðin og markmiðin skýrari.
Kennsluaðferð/samskipti er með aðferðafræði markþjálfunar, notast er við allskonar æfingar bæði skriflegar og verklegar. Gerð eru verkefni með klippimyndum, málingu ofl.
Lengd námskeiða fer eftir ósk einstaklings/fyrirtækja/samtaka en aldrei minna en 3 vikur og 1-3 klst í senn. Eftir hvern tíma tekur þáttakendi með sér heim verkefni sem hann þarf að vera búin að gera fyrir næsta tíma.
Einstaklingurinn vinnur ávallt að sínum eigin vexti.
Sjálfstyrkingarnámskeið sem haldin hafa verið fyrir hópa sem dæmi:
-
ÉG 2023 (haldið frá árinu 2016) þar sem liðið ár er kvatt og tekið er á móti því nýja.
-
ÉG
-
ÉG er NÓG
-
Draumsýn MÍN
-
Vellíðunarverkfærin MÍN
-
Mín líðan
-
Markmiðasetning
-
Sterkari ÉG
-
Endurmenntun HÍ
-
MS Félagið
-
Reykjarvíkurborg
-
Kópavogsbær
-
Fullt af skólum bæði grunnskólar og framhaldsskólar
-
Soroptimistafélagið
-
Vinnumálastofnun
-
Virk
-
Og allskonar félagasamtök/saumaklúbba ofl.