top of page
Search
Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Apríl pistillinn!


Þessi tími er SVO dásamlegur ég hreinlega ELSKA þennan tíma á árinu þegar ALLT er að vakna og springa út. Hitastigið hækkar og gleðin í okkur hækkar líka. Ilmurinn úti er líka svo góður, maður finnur vor + sumar ilm.


Hvað er svo næst, hvað er planið?

Maður er nánast sagt í frekar skrítnu ástandi með allt plan, sem dæmi þá ætlaði ég að hafa sumarnámskeið fyrir börn og unglinga en það verður að bíða fram á næsta sumar, allt er í svo mikilli óvissu.


Og verður þetta ekki bara annað gott ferða íslands sumar? Við búum á svo fallegu landi að við ættum ekki að vera kvarta og svo er endalaust hægt að skoða. Ferðumst innanlands!


Mánuðurinn byrjaði fallega, svipað og síðustu 27 árin okkar Gunnlaugs eiginmannsins míns því hann á afmæli 1. Apríl, já apríl gabbið mitt, svo var líka skírdagur og því páskafrí. Við fengum fjölskylduna í afmælisboð og fögnuðum þessum degi saman. Svo héldu páskarnir áfram með smá vinahittingu, fjölskyldu og tilheyrandi kósýheitum. Fyrirmyndin mín hann faðir minn náði svo þeim merka áfanga að verða 70 ára þann 7. Apríl sem við fögnuðum saman með honum litla fjölskyldan. Svo létum við æskuvinkonurnar vaða, fórum saman í helgarferð út á land með mökum og áttum gjörsamlega klikkaða helgi saman, jimin eini þvílík næring sem þessi mánuður hefur boðið upp á. Svo tók við geggjuð markþjálfa lota með 30 markþjálfa samtölum á þremur dögum við unglingana í NÚ Framsýnmenntun og í framhaldi af því stökk ég uppí þyrlu að skoða gosið og svo var brunað upp á Sólheima þar sem ég var að kenna markþjálfa fyrir framhalds-nemendur, það var sko næring fyrir sál og líkama get ég sagt ykkur, dásamlegur staður. Ég get ekki kvartað yfir félagsleysi þennan mánuðinn allavega.




Það að gera svona blogg er þvílík áskorun fyrir mig, lesblindu eða bleslindu einsog ég segi alltaf því ég er afar blind á orðalag og stafsetningu. Þið verðið að afsaka en ég ætla ekki að láta það stoppa mig og halda áfram, kannski lagast þetta hjá mér með tímanum?


Það er ýmislegt framundan og hefur flóran í hausnum mínum af námskeiðum líklega aldrei verið meiri en auðvitað ekki mjög ákjósanlegt að halda þau….! En þó ætla ég að skella í eitt nýtt ÉG námskeið sem hefur verið að blunda lengi. Ég ætla nefnilega að taka upp video upptöku þannig að hver og einn getur horft þegar það hentar. Allavega langar mig til að prufa þetta þó það verði ekki bara nema fyrir sjálfan mig að gera. Þetta námskeið mun heita ÉG er….! Og er afsprengja frá ÉG er NÓG og áramóta námskeiðunum mínum. Þetta er hugsað fyrir bæði þá sem hafa verið að líta inn á við og einnig þá sem vilja byrja það ferðalag. Þú getur kíkt hér til frekari upplýsinga um það. Og skráð þig hér.


Ég óska ykkur góðs Maí mánaðar sem ég ELSKA svo mikið, eitt af uppáhalds mánuðunum mínum.







29 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page