Jæja, árið heldur áfram að líða þó það hafi í raun bara byrjað í gær! Hvernig er lífið að ganga hjá þér? Ertu sátt/ur með það sem þú hefur gert á þessu ári? Eru markmiðin eða leiðarljósin þín að stiðja þig? Það er eins og vor í loftinu eða allavega er ást því bæði valentínusardagurinn og konudagurinn heimsóttu okkur þennan mánuðinn.
Mánuðurinn byrjaði svakalega vel með Markþjálfadeginum, fyrri dagurinn var vinnustofa með þremur erlendum fyrirlesurum. Svo skemmtilegt að við byrjuðum daginn á Qigong með Matta og svo endaði ég hann með Yoga Nidra, alveg skotheld bomba. Næsti dagur var svo hlaðborð af fyrirlestrum og í fyrsta sinn fékk ég ekka á ráðstefnu….jebb svoleiðis bara gerðist. Full af markþjálfa orku eftir þessa tvo daga. Kvöldið endaði svo með þessum frábæru fyrirlesurum á geggjuðum kvöldverði á Nordica, þvílíkt kvöld.
Eftir svona þétta daga þarf maður að hvíla sig svo ég tók mér frí fyrir hádegið, fór svo í Heilsuklasann með mitt föstudags Nidra eins og venjulega. Brunaði svo í jarðaför og þaðan beint vestur í dali. Hvernig hvílir þú þig eftir annasama daga?
Ótrúlega skemmtileg helgi á Gistiheimilinu Sauðafell þar sem við gistum alla helgina, þó var fyrri nóttinn ansi furðuleg þar sem veðráttan var ekki okkar herbergi í vil, ég svaf ekki neitt. Svo fórum við eiginmaðurinn í heljarinnar helför yfir Sauðafellið í brjáluðu veðri. Það er samt svo gott eitthvað að berjast svona úti en ég var lengi að ná upp hitanum. Svo áttum við geggjað Þorrablótskvöld með öllu tilheyrandi. Sunnudagskvöldið endaði svo með vinkonuhittingu með sushi og já geggjaðri samveru. Stóra árið okkar í smá undirbúningi, erum búnar að safna í 3 ár fyrir “stelpuferð” erlendis, ji það verður ÆÐI!
Svona leið fyrsta vikan, stutt og skemmtileg. Vika tvö var annasöm með markþjálfun í Nú á mánudögum eins og venjulega, svo fullt að markþjálfa í Heilsuklasanum, sjálfsstyrkingarnámskeið, ég með viðburð hjá Hoobla og allskonar skemmtileg heit, elska svona vikur. Helgin varð líka óvænt og skemmtileg þar sem litla systir átti stórafmæli 40 ára og við mamma búnar að skipuleggja heilmikla óvissuafmælisferð. Þó var gjörsamlega brjálað veður að ekki var alveg hægt að gera allt sem við ætluðum, en það er í lagi því þá eigum við svona smá eftir. Sunnudagurinn fór í algjört skipulag og undirbúning fyrir næsta erindi sem ég var að fara halda í vikunni hjá Háskóla Íslands.
Þriðja vikan var allskonar en ekkert brjálæði svosem en mest megnis markþjalfun, göngurtúrar og yoga nidra, svo auðvitað sjálfsræktarnámskeiðið sem ég er með fyrir eitt félag einu sinni í viku. Helgin var róleg og góð sonurinn að keppa og við á kantinum að fylgjast með og stiðja.
Þessi febrúar er svo lúmskur eitthvað því þó hann sé stuttur þá má telja hann í 5 vikum…hehehe vikan 20-26 Febrúar er þá fjórða vikan og sú var frekar mikið “busy” má segja. En eins og fyrri vikunar þá er ekki hægt að segja að dagarnir séu fullbókaðir eins og ég myndi vilja sjá. Þó er nú gott að hafa þetta svona á meðan maður getur það og finnst mér ég vera heppnasta manneskja í heimi. Mér líður stundum eins og ég sé í einum risastórum leik og veit ekki alveg hvenær leikurinn er búinn…hehehe Í þessari viku fékk ég það skemmtilega verkefni að hitta 12 ára nemendur í einum skemmtilegum skóla. Fyrst tók ég spjall og svo daginn eftir byrjuðum við markþjálfun. Vá þetta er svo gefandi, að fá þetta tækifæri er einstakt! Svo var þetta dásamleg helgi með fjölskyldu kvöldverði og svo leik dagur á sunnudag með öðrum fjölskyldu meðlimum. Algjör gæða næring fyrir mína parta. Hvernig er nærandi helgi fyrir þér?
Í kjölfarið kom svo stuttur endir á þessum stutt-langa febrúar, aðeins tveir dagar og annar þeirra skrifa ég þetta blogg þar sem NÚ er í vetrarfríi í dag svo hellings skipulagsdagur hjá mér. Svo massa markþjálfadagur síðasta dag mánaðarins. Vóts hvað ég hlakka til Mars, eh já eða er það ekki? Svo fyndið að ég veit akkúrat ekki neitt hvað ég mun gera svo í Apríl, veit það eru páskar en enginn verkefni komin nema að sjálfsögðu NÚ viðveran nær allavega út apríl, svo fer það nú að verða eitthvað lítið þaðan af. Ég krossa fingur og óska mér heitt að næstu mánuðir muni gefa mér falleg verkefni. Allt galopið og stundum hugsa ég með mér að ég ætti kannski að taka mér frí í viku og fara eitthvað og gera eins og ég gerði fyrir rúmi ári og fór til Spánar, það var svo geggjað. Annarss náði ég markmiði mánaðarins og fór yfir 50 km í göngu þrátt fyrir ansi erfiðar aðstæður, vont veður og stuttur mánuður í raun! Hvernig gekk þér? Setur þú þér markmið?
Jæja, svona í lokin eitthvað óvænt og skemmtilegt. Þessi dúkka hefur komið með mér í tvo fyrirlestra eða viðburði, ójá. Með það hlutverk að vera litla systir mín, hún fæddist 10. Febrúar árið 1983 og var risa viðburður í mínu lífi. Þar sem leiðarljósið mitt í ár er "leika" þá reyni ég í öllum tilvikum að gera allt að leik. Ég spyr mig fyrir öll verkefnin mín "hvernig get ég notað leiðarljósið mitt í þessu verkefni"? Svo skemmtilegt og aldrei hefði ég trúað því að ég hefði tekið dúkku með mér í fyrirlestur!
Comentarios