top of page
Search
Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Ha bíddu?

Já er ekki viðeigandi að byrja bloggið svona?


Ég hef verið greinilega verið alveg out í Maí, Júní og Júlí! Nú er nóg komið og ég fann svo sterkt í vikunni sem leið að ég saknaði MÍN! Má maður segja það? Já ég hef saknað mín því það hefur svo mikið gengið á að ég hef þurft aðeins að leyfa svona sjálfsræktar hlutum eins og að blogga sitja á hakanum og stundum er það bara svoleiðis og ekkert hægt að gera við því, já og það er í lagi líka! Ert þú alveg 100% on í þinni rækt 24/7?


Það koma tímar sem maður þarf að gera og græja annað en eitthvað fyrir sjálfan sig og þá er bara í lagi að leyfa sinni sjálfsrækt að bíða, eða hvað? En þrír mánuðir finnst mér sjálfri of mikið þá meina ég að skrifa ekkert blogg, ég hef ræktað sjálfan mig á þessum tíma en bloggið gefur mér mikið og fannst mér leitt að finna fyrir því að ég saknaði þess og þá mín því ég er hér að gera upp mánuðina. Með því að blogga lít ég yfir liðin tíma og geri það upp, frekar gott finnst mér. Hefur þú prufað að blogga? Hvað gaf það eða afhverju ekki?

Mynd hér að ofan tekin 15. Maí þegar ég var á leið á Árshátíð NÚ og átti einnig fallega kveðjustund með þeim. Sólin skein fallega ásamt því að ég gerði það líka þrátt fyrir smá hnút í maganum að kveðja eitthvað sem þú hefur byggt upp og búið til, orðið 8 ára gamal! Smá skrítinn tilfinning.


Maí og Júní einkendust af allskonar og þegar tími gafst til þá skruppum við hjónin á fjöll til að æfa fjallavöðvana okkar fyrir Júlí ævintýrið okkar. Einkasonurinn átti afmæli 1. Júní og þann 17. Júní buðum við fjölskyldunni heim og góðri vinkonu sem er fjarri sinni fjölskyldu. Svo var þetta sirka svona þessa tvo mánuði: Tónleikar í Laugardalshöllinni með syni og "tengdadóttur" sem þau fengu frá okkur í afmælisgjöf, matarklúbbur, detox, markþjálfun, námskeið, leiðtogaþjálfun, fargufan (gusa) á Ægissíðu, skipulagsfundur með Perú förum, útskrift NÚ, forsetakosningar, pilot draumanámskeið, fullt af sjúkraþjálfun til að vera orðin góð fyrir Perú, lítið ættarmót, fullt af fundum, fyrsti tíminn í "Nemendamarkþjálfaráðgjöf", sumarsólstöður, viðburður í Fríkirkjunni sem var virkilega fallegur um hugleiðslu ofl.nokkrar myndir af því hér fyrir ofan.


EN þá er komið að Júlí Perú ævintýrinu okkar, læt myndir ráða förinni svo ef þú ert viðkvæm/ur fyrir svona persónulegum myndum þarftu ekki að lesa lengra.....



Þetta eru fyrstu dagarnir í Perú, semsagt ganga okkar til Machu Pichu. Það er erfitt að útskýra þessa upplifun með orðum og hef ég alls ekki fátt um þetta að segja. Ef þig langar að heyra meira þá endilega vertu í bandi og við ræðum þetta. Svona ferð er alls ekki fyrir alla og er mikið ævintýri sem við vorum að ELSKA. Það er mikil hæðarmunur svo það var stór áskorun fyrir marga og dagur tvö í göngunni fórum við vel yfir 4 þús metra sem gaf mér vott af háfjallaveiki, þá er eins og hausinn sé að springa og ekki góð tilfinning.


Ég set hér næsta myndakafla:



Litadýrðin í Perú er sko mér að skapi og hér fyrir ofan eru nokkrar myndir frá aðeins einum degi eftir gönguna okkar. Þá fórum við að skoða "Regnbogafjall" sem er í yfir 5 þús m.


Næst var það Amazon hjóla ævintýri:

Amazon hjólaferðin með sólarupprásinni, dýraskoðun og þvílíkri náttúrufegurð. Þetta er aðeins brotabrot af myndum sem mig langar að leyfa að tala sínu máli.


Þá var það lokavikan í Perú með allskonar heimsóknum.


Hvað hefur þú gert í sumar? Var það að þinni ósk? Hefur þú látið 30 ára draum rætast eins og ég var að gera með Perú? Hvenær ætlar þú að láta draumana þína verða að veruleika? Áttu þína eigin drauma eða áttu þá með öðrum? Eða eru þeir skiptir kannski? Sumir á maður einn og aðra með öðrum.


Annað, er veður hugarfar eða? Getur maður átt góðan dag þrátt fyrir lélegt veður? Hvað er lélegt veður fyrir þig? Held að það gildi ekki sama reglan fyrir alla eða hvað? Getur veður verið innbyrðis? Getur þú verið með storm inn í þér? Eða hversu oft rignir hjá þér? Er rigning góð? Hvað gerir rigning fyrir þig?


Gleðilega verslunnarmannahelgi, gangtu hægt um gleðinnar dyr. Vonandi mun ég halda þessu áfram en það var gott að koma þessu frá sér.


Ást og friður!

81 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page