top of page
Search
Writer's pictureÁsta Guðrún Guðbrandsdóttir

Velkomið elsku haust!



Elsku haust vertu velkomið!


Það var sunnudagur upphafið á þessum fallega September í ár og mikið afskaplega hefur þessi mánuður verið fallegur. Listaverkin á himninum hafa farið hamförum! Hvernig upplifðir þú þennan haustmánuð? Var hann venjulegur eða óvenjulegur fyrir þig? Hvernig á þessi mánuður að vera? Er eitthvað svona típístk sem þú gerir í September?

Annarss byrjaði vikan rólega hjá mér, sérstaklega þar sem ég hélt að ég væri að fara í 50% starfshlutfall hjá Akademias sem fór ekki á þann veginn því þeir vildu alltí í einu hafa manneskju í 100% hlutfalli sem hentar mér ekki, svo svoleiðis fór það og ég allt í einu bara laus, skrítið. Það hlýtur eitthvað spennandi að koma til mín? Hvernig hugsar þú þegar eitthvað gengur ekki upp? Það er auðvitað svekkjandi en lítið hægt að gera en að vera bjartsýnn á að þetta átti að fara svona, ein dyr lokast þá opnast aðrar ekki satt? Í lok vikunnar var ég með á vinnustofu í tvo daga með Thor hjá Stragetic Leadership sem var alveg geggjað, heilmikill lærdómur þar! Svo tók við ansi orkumikil helgi þar sem 35 ára Árbæjarskóla reunion var á laugardeginum og auðvitað var ég í skipulagsnefndinni og þurfti að hjálpa til við allskonar í undirbúningnum og jimin eini hvað við vorum heppinn með veður. Svo var sunnudagurinn virkilega orkulaus og ekki mikið gert, fór þó á listasýningu og í mat til foreldrana "as usual" á sunnudögum sem er svo dásamlegt. Ert þú með eitthvað svona "traditional" sem þú gerir reglulega?



Eins og fyrri vikan þá byrjaði hún mjög rólega sem var virkilega gott og því hægt að skoða aðeins hvað er á dagskránni og gera smá skipulag. Tók nokkrar morgungöngur í þessari viku á fallegum sólardögum, sótti um endurnýjun á vottun minn sem kom bara 4 dögum seinna og því fagnað með kampavíni, ekkert annað hægt. Fimmtudagurinn var síðan alveg stút-fullur af þjálfun í Heilsuklasanum og alltaf gott að fara þangað. Já svo fór vikan mest í einmitt tengslamyndun sem er mikilvægt þegar maður er sjálfstætt starfandi. Svo tók við geggjuð helgi og við fórum snemma í sveitina á föstudeginum þar sem amma hans Gulla lá á dánarbeðinu og kvaddi okkur á sunnudagskvöldinu, mikið afskaplega þótti mér gott að geta kvatt þessa fallegu og góðu konu hana Ingu ömmu, hún var alveg með okkur þegar við komum til hennar á föstudeginum. En svo fórum við á laugardeginum í leitir þar sem við Gulli gengjum á fjall og vorum farin úr húsi fyrir klukkan sex, komum svo heim átta um kvöldið ansi þreytt og köld. En þetta er þó alltaf skemmtilegt sem betur fer. Já og ekki má svo gleymi GULA SEPTEMBER.







Þriðja vikan var í raun afar svipuð og síðstu tvær vikurnar með fullum fimmtudegi og svo skipulag og tengslamyndum hina dagana. Góð vinahelgi mætti svo sterk á svæðið á laugardeginum með góðum veitingum eiginlega svona gourmet kvöld. Annar rólegur og góður sunnudagur með allskonar skipulagi og göngutúr.


Fjórða vikan var svo aðeins meira stuð í og nóg á dagskránni, helling af leiðtogaþjálfaun og markþjálfun, ráðstefna, vinnustofa, hélt erindi og ekki má gleyma tenglsamyndafundum. Ansi góð vika og sem betur fer var helgin alveg núll skipulögð, elska svona helgar sem ég nýti í að læra. Já maður hættir aldrei að læra…






Mánuðurinn kláraðist svo með risa ráðstefnu Menntaþing 2024 á Hilton sem ég fór að sjálfsögðu á og tók þátt í vinnustofu þar sem ég talaði fyrir hönd Markþjálfahjartans og skilaði mínu inn með að segja að ég vil fá markþjálfun í menntakerfið.


Eitt í lokin, skoðar þú eitthvað stjörnumerkið þitt? Ég tengi svakalega oft við það sem sagt er um sporðdrekana sem er mitt merki og einmitt að detta inn í minn mánuð sem ég ELSKA!


Njótið lífsins það er ekki sjálfgefið, finnið allt það góða og jákvæða sem þið eruð umkringd. Ég ætla að vera riddari kærleiksins með henni Höllu forseta, en þú?



21 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page